Erlent

Sýrlendingar tilkynna þátttöku á friðarfundi

Sýrlendingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu að senda fulltrúa á ráðstefnu um frið fyrir botni Miðjarðahafs sem hefst í Maryland-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Forseti Palestínumanna og forsætisráðherra Ísraels eru komnir til Annapolis - þar sem fundurinn er haldinn.

Varað er við bjartsýni fyrir fundinn - margoft hafi hyllt undir lífvænlegt friðarsamkomulag milli Ísraela og Palestínumanna sem síðan hafi orðið að engu. Um 50 ríki senda fulltrúa til fundarins í Annapolis - sem hefst á þriðjudaginn. Sýrlendingar ákváðu í dag að taka þátt eftir að þeir fengu Gólan-hæðirnar umdeildu á dagskrá.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, kom til Annapolis í gærkvöldi. Ehud Olmert, forsæitsráðherra Ísraels, og Tzipi Livni, utanríkisráðherra, komu svo í dag.

Samtökin Heilagt stríð boðað til fundar á sama tíma á Gaza-svæðinu þar sem öllum - múslimum sem og kristnum mönnum - er boðið að mæta og ræða málefni Palestínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×