Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu

Í síðasta mánuði létust 14 manns í skógareldum í sunnanverðri Kaliforníu.
Í síðasta mánuði létust 14 manns í skógareldum í sunnanverðri Kaliforníu. MYND/AFP

Sex slökkviliðsmenn eru slasaðir eftir að berjast við skógarelda sem nú geisa í Malibu í Kaliforníu og hafa eyðilagt tæplega 19 ferkílómetra lands. Slökkviliðsmönnum hefur tekist að hemja 25 próesnt eldanna. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri hefur aftur lýst yfir neyðarástandi.

Eldurinn hefur eyðilagt rafmagnslínur en 1.700 slökkviliðsmenn hafa barist við eldanna auk 23ja flugvéla.

Um tíu þúsund íbúar í Malibú í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum fengu að snúa aftur heim í morgun eftir að þeim varð gert að flýja undan skógareldum í gær. Um 35 heimili hafa orðið eldinum að bráð.

Eldarnir kviknuðu í gærmorgun. Lögregla telur annað hvort um íkveikju að ræða eða þá að raflína hafi fallið til jarðar og kveikt í. Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á um fjórðungi eldana en jörð er skræfaþurr og engin rigning í kortunum. Santa Ana-vindarnir - hnúkaþeyr úr Klettafjöllunum - hafa sótt í sig veðrið síðustu daga, en þeir héldu lífi í skógereldum í Kaliforníu í síðasta mánuði sem urðu fjórtán að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×