Enski boltinn

Adriano lánaður til Arsenal?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adriano í leik með Inter gegn Catania Calcio í september síðastliðnum.
Adriano í leik með Inter gegn Catania Calcio í september síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Fregnir herma frá Ítalíu að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé á góðri leið með að landa lánssamningi við Inter vegna Brasilíumannsins Adriano.

Adriano hefur ekki náð sér á strik með Inter að undanförnu og hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum til þessa á tímabilinu.

Hann sagði fyrir skömmu að hann þjáist af þunglyndi og að hann væri á leið til Brasilíu. Hann kæmi ekki aftur til Ítalíu fyrr en í janúar.

Fyrir eru sóknarmennirnir Robin Van Persie, Emmanuel Adebayor, Eduardo Da Silva og Nicklas Bendtner hjá Arsenal en möguleiki er að sá síðastnefndi verði lánaður til annars félags í janúar næstkomandi. Það myndi gera það að verkum að Adriano yrði góður fengur fyrir Arsenal.

Hann yrði einnig gjaldgengur í Meistaradeildinni með Arsenal. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×