Læknar ákváðu að Díönu yrði ekki bjargað Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. nóvember 2007 16:46 Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997. Svæfingarlæknirinn Daniel Eyraud sagði að sjúkraliðar hefðu tekið „sameiginlega ákvörðun" um að hætta tilraunum við að fá hjarta hennar til að slá aftur, eftir uppskurð sem átti að stöðva innvortis blæðingar. Starfsfólk Pitie-Salpetriere sjúkrahússins gaf prinsessunni hjartahnoð á meðan framlengdum uppskurði stóð. Á meðan reyndu skurðlæknar að klemma rifna æð við hjarta hennar til að stöðva blæðinguna. Eftir endurteknar og árángurslausar tilraunir með raflosti sætti sjúkraliðið sig við að hjarta hennar myndi ekki byrja aftur að slá og lífi hennar væri lokið. Eyraud sagði að ákvörðunin hefði verið sameiginleg þar sem það hefði verið algjörlega ómögulegt að fá starfsemi hjartans af stað eftir svo langan tíma í hjartastoppi. „Á þeirri stundu var prinsessan úrskurðuð látin," sagði hann. Kviðdómnum hefur þegar verið sagt frá því að Díana hafi farið í hjartastopp um klukkan 2:10 að staðartíma og hafi látist klukkan fjögur að morgni. „Ég tel að við höfum gert allt sem mögulega í okkar valdi stóð til að bjarga prinsessunni á viðeigandi hátt," sagði læknirinn. Fram kom í réttinum í dag að bílslysið hefði orsakað rifna æð við hjartað sem hefði orsakað miklar innvortis blæðingar. Þrýstingur hafi verið á hægra lunga og hjarta. Hjarta Díönu hætti fyrst að slá þegar hún var tekin út úr flakinu klukkan eitt eftir miðnætti. Hjartahnoði var beitt samstundið og hjartað fór aftur að slá. Þegar hún var á leið á sjúkrahúsið í sjúkrabíl, hrakaði henni aftur og stöðva varð bílinn til að leyfa lækni að sinna henni. Þegar komið var á spítalann var starfsfólk tilbúið að taka við „versta mögulega tilfelli," að sögn svæfingarlæknisins. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Augnablikinu þegar læknar tóku ákvörðun um að hverfa frá lífgunartilraunum á Díönu prinsessu var lýst við réttarrannsókn á dauða prinsessunnar í dag. Hjarta hennar hætti að slá eftir að sjúkraliðar náðu henni úr flaki Benz bifreiðarinnar í Alma göngunum í París að morgni 31. ágúst 1997. Svæfingarlæknirinn Daniel Eyraud sagði að sjúkraliðar hefðu tekið „sameiginlega ákvörðun" um að hætta tilraunum við að fá hjarta hennar til að slá aftur, eftir uppskurð sem átti að stöðva innvortis blæðingar. Starfsfólk Pitie-Salpetriere sjúkrahússins gaf prinsessunni hjartahnoð á meðan framlengdum uppskurði stóð. Á meðan reyndu skurðlæknar að klemma rifna æð við hjarta hennar til að stöðva blæðinguna. Eftir endurteknar og árángurslausar tilraunir með raflosti sætti sjúkraliðið sig við að hjarta hennar myndi ekki byrja aftur að slá og lífi hennar væri lokið. Eyraud sagði að ákvörðunin hefði verið sameiginleg þar sem það hefði verið algjörlega ómögulegt að fá starfsemi hjartans af stað eftir svo langan tíma í hjartastoppi. „Á þeirri stundu var prinsessan úrskurðuð látin," sagði hann. Kviðdómnum hefur þegar verið sagt frá því að Díana hafi farið í hjartastopp um klukkan 2:10 að staðartíma og hafi látist klukkan fjögur að morgni. „Ég tel að við höfum gert allt sem mögulega í okkar valdi stóð til að bjarga prinsessunni á viðeigandi hátt," sagði læknirinn. Fram kom í réttinum í dag að bílslysið hefði orsakað rifna æð við hjartað sem hefði orsakað miklar innvortis blæðingar. Þrýstingur hafi verið á hægra lunga og hjarta. Hjarta Díönu hætti fyrst að slá þegar hún var tekin út úr flakinu klukkan eitt eftir miðnætti. Hjartahnoði var beitt samstundið og hjartað fór aftur að slá. Þegar hún var á leið á sjúkrahúsið í sjúkrabíl, hrakaði henni aftur og stöðva varð bílinn til að leyfa lækni að sinna henni. Þegar komið var á spítalann var starfsfólk tilbúið að taka við „versta mögulega tilfelli," að sögn svæfingarlæknisins.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira