Erlent

Fyrstu tölur benda til að danska stjórnin haldi velli

Fyrstu tölur í dönsku þingkosningunum benda til að hægri stjórn Anders Fogh Rasmussen haldi. Þegar búið er að telja tæp 9% atkvæða eru hægri flokkarnir með 97 þingsæti á móti 82 þingsætum vinstriflokkana.

Inn í þingmannatölu hægriflokkana eru 5 sæti Ny Alliance, flokks Naser Khader, en sá flokkur hefur gefið út að Anders Fogh sé þeirra valkostur sem forsætisráðherra. Fyrstu tölur staðfesta yfirburðasigur SF eða Socialisk Folkeparti sem meir en tvöfaldar þingmannatölu sína úr 11 og í 23 þingmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×