Erlent

NATO ríki hætti að framselja fanga til Afganistan

MYND/AFP

Amnesty International hvetur NATO ríkin til þess að hætta að framselja grunaða hryðjuverkamenn til Afganistans. Í nýrri skýrslu samtakanna er bent á mörg dæmi þess að fangar hafi sætt pyntingum í afgönskum fangelsum en samkvæmt alþjóðalögum er ríkjum óheimilt að framselja fanga til annars ríkis ef grunur leikur á því að þeir verði pyntaðir.

Bresk yfirvöld eru nú að rannsaka meintar pyntingar á manni sem handtekinn var í Bretlandi og framseldur til Afganistan og Belgar hafa viðurkennt að vita ekkert um afdrif manns sem handtekinn var þar í landi og framseldur til Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×