Bhutto krefst afsagnar Musharrafs 13. nóvember 2007 08:20 Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Stjórnvöld segja hana nú formlega í stofufangelsi og að hún fari hvergi í að minnsta kosti viku. Fréttastofa Reuters ræddi við Bhutto í síma í morgun og í viðtalinu krafðist hún tafarlausrar afsagnar Pervez Musharrafs forseta. Bhutto hefur áður krafist þess að hann segði af sér sem yfirmaður hersins en þetta er í fyrsta sinn sem hún kallar eftir því að hann hætti sem forseti. Forsetanum hefur verið hótað að landinu verði vikið úr Samveldinu, bandalagi ríkja sem áður tilheyrðu eða tilheyra enn bresku krúnunni, afnemi hann ekki neyðarlög sem nú eru í landinu.Bresku samveldisríkin hóta Pakistan með frávísunUtanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlögin. Að öðrum kosti verði landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í gærkvöld.Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að ráðherrarnir krefjist þess einnig að Musharraf hætti sem yfirmaður pakistanska hersins og sleppi pólitískum föngum sem hnepptir hafa verið í varðhald á síðustu dögum.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sumir ráðherrarnir á fundinum hafi viljað vísa Pakistan strax úr bandalagi samveldisríkjanna en aðrir hafi ekki viljað gera neitt.Niðurstaðan hafi verið sú að gefa Musharraf frest til 22. nóvember að taka stjórnarskrána í gagnið aftur og afnema allar hömlur á starfsemi fjölmiðla.Þess má geta að Pakistan var vísað úr bandalaginu árið 1999 þegar Musharraf hrifsaði völdin í sínar hendur í landinu. Það var hins vegar tekið aftur inn í bandalagið.Bhutto í stofufangelsiÞegar Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir rúmri viku og nam stjórnarskrána úr gildi setti hann Bhutto í stofufangelsi svo hún gæti ekki barist gegn neyðarlögunum. Bandaríkjamenn og vestræn ríki gagnrýndu frelsissviptingu hennar harðlega.Lögreglan kom í veg fyrir að Bhutto gæti heimsótt Iftikhar Mohammad Chaudhry sem rekinn var úr embætti hæstaréttardómar eftir að neyðarlögin voru sett. Hún hefur þrátt fyrir það rætt við ýmsa erlenda stjórnaredrindreka og stuðningsmenn sína til að þrýsta á um að neyðarlögin verði felld úr gildi.Þá hefur hún krafist þess að Musharraf segi af sér sem æðsti yfirmaður hersins.Bhutto boðaði til mikillar mótmælagöngu frá Lahore til Islamabad í dag, verði ekki farið að kröfum hennar.Frelsi fjölmiðla takmarkaðPervez Musharraf takmarkaði frelsi fjölmiðla þegar neyðarlögin voru sett í byrjun mánaðarins. Er fjölmiðlum meðal annars bannað að fjalla á neikvæðan hátt um stjórnvöld. Hafa þeir sem vilja fylgjast með ástandinu þurft að styðjast við erlenda fjölmiðla.Um tíma umkringdi lögreglan skrifstofu fjölmiðils í borginni Lahore þar sem blaðamenn höfðu komið sér fyrir í mótmælaskyni. Þá réðst lögreglan í Peshawar til inngöngu á ritstjórnarskrifstofu þar í borg til að brjóta niður mótmæli blaðamanna.Kosningar fyrir 9. janúar 2008Musharraf ætlar að boða til almennra kosninga fyrir 9. janúar næstkomandi. Musharraf boðaði til blaðamannafundar þar sem þetta var tilkynnt. Hann sagði ennfremur að staðið yrði við ákvörðun um að leysa upp þingið í næstu viku. Sú ákvörðun forsetans, að leysa upp þingið, hefur verið harðlega gagnrýnd.Musharraf vildi ekkert segja til um hvenær neyðarlögunum verði aflétt en sagði að hann stæði fast við áform sín um að sverja forsetaeiðinn sem almennur borgari og láta af stöðu sinni sem æðsti yfirmaður pakistanska hersins.Lögreglan hefur handtekið fjölmarga mótmælendur undanfarið, sjónvarpsstöðvum hefur verið lokað og erlendum fréttamönnum vísað úr landi svo eitthvað sé nefnt. Allt gefur þetta andstæðingum Musarrafs tilefni til gagnrýni og áskana um einræðislega tilburði. Musharraf er undir miklum þrýstingi bæði frá andstæðingum sínum og vestrænum bandamönnum að tryggja lýðræði í landinu. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Stjórnvöld segja hana nú formlega í stofufangelsi og að hún fari hvergi í að minnsta kosti viku. Fréttastofa Reuters ræddi við Bhutto í síma í morgun og í viðtalinu krafðist hún tafarlausrar afsagnar Pervez Musharrafs forseta. Bhutto hefur áður krafist þess að hann segði af sér sem yfirmaður hersins en þetta er í fyrsta sinn sem hún kallar eftir því að hann hætti sem forseti. Forsetanum hefur verið hótað að landinu verði vikið úr Samveldinu, bandalagi ríkja sem áður tilheyrðu eða tilheyra enn bresku krúnunni, afnemi hann ekki neyðarlög sem nú eru í landinu.Bresku samveldisríkin hóta Pakistan með frávísunUtanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlögin. Að öðrum kosti verði landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í gærkvöld.Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að ráðherrarnir krefjist þess einnig að Musharraf hætti sem yfirmaður pakistanska hersins og sleppi pólitískum föngum sem hnepptir hafa verið í varðhald á síðustu dögum.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sumir ráðherrarnir á fundinum hafi viljað vísa Pakistan strax úr bandalagi samveldisríkjanna en aðrir hafi ekki viljað gera neitt.Niðurstaðan hafi verið sú að gefa Musharraf frest til 22. nóvember að taka stjórnarskrána í gagnið aftur og afnema allar hömlur á starfsemi fjölmiðla.Þess má geta að Pakistan var vísað úr bandalaginu árið 1999 þegar Musharraf hrifsaði völdin í sínar hendur í landinu. Það var hins vegar tekið aftur inn í bandalagið.Bhutto í stofufangelsiÞegar Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir rúmri viku og nam stjórnarskrána úr gildi setti hann Bhutto í stofufangelsi svo hún gæti ekki barist gegn neyðarlögunum. Bandaríkjamenn og vestræn ríki gagnrýndu frelsissviptingu hennar harðlega.Lögreglan kom í veg fyrir að Bhutto gæti heimsótt Iftikhar Mohammad Chaudhry sem rekinn var úr embætti hæstaréttardómar eftir að neyðarlögin voru sett. Hún hefur þrátt fyrir það rætt við ýmsa erlenda stjórnaredrindreka og stuðningsmenn sína til að þrýsta á um að neyðarlögin verði felld úr gildi.Þá hefur hún krafist þess að Musharraf segi af sér sem æðsti yfirmaður hersins.Bhutto boðaði til mikillar mótmælagöngu frá Lahore til Islamabad í dag, verði ekki farið að kröfum hennar.Frelsi fjölmiðla takmarkaðPervez Musharraf takmarkaði frelsi fjölmiðla þegar neyðarlögin voru sett í byrjun mánaðarins. Er fjölmiðlum meðal annars bannað að fjalla á neikvæðan hátt um stjórnvöld. Hafa þeir sem vilja fylgjast með ástandinu þurft að styðjast við erlenda fjölmiðla.Um tíma umkringdi lögreglan skrifstofu fjölmiðils í borginni Lahore þar sem blaðamenn höfðu komið sér fyrir í mótmælaskyni. Þá réðst lögreglan í Peshawar til inngöngu á ritstjórnarskrifstofu þar í borg til að brjóta niður mótmæli blaðamanna.Kosningar fyrir 9. janúar 2008Musharraf ætlar að boða til almennra kosninga fyrir 9. janúar næstkomandi. Musharraf boðaði til blaðamannafundar þar sem þetta var tilkynnt. Hann sagði ennfremur að staðið yrði við ákvörðun um að leysa upp þingið í næstu viku. Sú ákvörðun forsetans, að leysa upp þingið, hefur verið harðlega gagnrýnd.Musharraf vildi ekkert segja til um hvenær neyðarlögunum verði aflétt en sagði að hann stæði fast við áform sín um að sverja forsetaeiðinn sem almennur borgari og láta af stöðu sinni sem æðsti yfirmaður pakistanska hersins.Lögreglan hefur handtekið fjölmarga mótmælendur undanfarið, sjónvarpsstöðvum hefur verið lokað og erlendum fréttamönnum vísað úr landi svo eitthvað sé nefnt. Allt gefur þetta andstæðingum Musarrafs tilefni til gagnrýni og áskana um einræðislega tilburði. Musharraf er undir miklum þrýstingi bæði frá andstæðingum sínum og vestrænum bandamönnum að tryggja lýðræði í landinu.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira