Erlent

Ekki talið að eldurinn í London tengist hryðjuverkum

Kolsvartan reykinn ber við himinn í Lundúnaborg.
Kolsvartan reykinn ber við himinn í Lundúnaborg. MYND/ENEX
Skotland Yard segir að ekkert bendi til þess að eldurinn í Austur-London tengist hryðjuverkum. Talsmaður lögreglu í Bretlandi sagði að iðnaðarsvæði í Stratford stæði í ljósum logum. Yfirvöld segja að eldurinn logi í strætisvagnageymslu við Waterden Road á svæði á fyrirhuguðum vettvangi Ólympíuþorpsins árið 2012.

Fimmtán slökkviliðsbílar og tveir sjúkrabílar þustu á svæðið, en að sögn sjúkrabílaþjónustu Lundúna særðist enginn í eldinum.

Kolsvartan reykjarmökk leggur enn yfir London. Vitni greindu frá því að hafa heyrt háværa sprengingu á svæðinu. Talsmaður lögreglu vildi ekki staðfesta það. Aðspurður hvort um hryðjuverk gæti verið að ræða sagði hann að yfirvöld útilokuðu ekkert, en í augnablikinu benti ekkert til þess að svo væri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×