Erlent

Vildi láta ræna dönskum ríkisborgurum

Múslimar mótmæla skopmyndum. Mynd úr safni.
Múslimar mótmæla skopmyndum. Mynd úr safni. MYND/AFP

Lögreglan í Danmörku handtók í dag þrítugan karlmann fyrir að hvetja múslima til að ræna dönskum ríkisborgurum til útlanda. Átti að nota dönsku gíslana til að þrýsta á dönsk stjórnvöld til að láta lausa tvo múslima sem handteknir voru í tengslum við hryðjuverkastarfsemi.

Maðurinn sem var handtekinn er 22 ára gamall og býr í Kaupmannahöfn. Hann er með danskan ríkisborgararétt en af tyrknesku bergi brotinn. Vildi hann fá aðra múslima til að ræna dönskum ríkisborgurum og flytja þá síðan til útlanda. Með þessu vildi hann þrýsta á dönsk stjórnvöld til að láta lausa tvo múslima sem handteknir voru í Danmörku í september fyrir að skipuleggja sprengjuárásir þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×