Erlent

Ný ríkisstjórn í Póllandi

Donald Tusk, verðandi forsætisráðherra Póllands.
Donald Tusk, verðandi forsætisráðherra Póllands.

Forysta pólska stjórnmálaflokksins Borgaravettvangur samþykkti í morgun að mynda ríkisstjórn með Bændaflokknum. Donald Tusk, leiðtogi Borgaravettvangsins, verður forsætisráðherra en Waldemar Pawlak, leiðtogi Bændaflokksins, verður aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra efnhagsmála.

Borgarvettvangur vann sigur í kosningunum sem fram fóru í Póllandi um miðjan síðasta mánuð. Donald Tusk hefur heitið efnhagslegum umbótum og bættum samskiptum við nágrannaríki Póllands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×