Erlent

Bhutto heldur ótrauð áfram

Bhutto í hópi stuðningsmanna sinna.
Bhutto í hópi stuðningsmanna sinna. MYND/AP

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hélt í morgun til fundar við erlenda stjórnarerindreka og stuðningsmenn sína og reyndi þannig að sýna fram á að atburðir gærdagsins hafi ekki áhrif á hana.

Pakistönsk stjórnvöld hnepptu Bhutto í stofufangelsi í gær og komu þannig í veg fyrir að hún gæti mætt á fund með stuðningsmönnum sínum. Bhutto hefur heitið því að berjast fyrir því að neyðarlög sem í gildi eru í landinu verði afnumin og krefst hún þess að forseti landsins Pervez Musharraf segi af sér sem æðsti yfirmaður hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×