Erlent

Þjóðarsorg í Finnlandi vegna skotárásarinnar

Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Finnlandi í kjölfar skotárásarinnar þar í gærdag. Flaggað er í hálfa stöng um allt land.

Finnska þjóðin er slegin yfir þeim hörmulega atburði er hinn 18 ára gamli Pekka Eric-Auvinen gekk berserksgang á skóla sínum með þeim afleiðingum að átta féllu og 12 liggja sárir eftir. Sjálfur lést Pekka af sárum sínum seint í gærkvöldi en hann reyndi sjálfsmorð eftir árásina. Blóm og kransar streyma nú að Jokela menntaskólanum í bænum Tusby.

Setti myndband á YouTubeKomið hefur í ljós að Pekka gaf sterklega til kynna hvað var í vændum í myndbandi sem hann hafði sett inn á You Tube vefsíðuna fyrir hálfum mánuði síðan. Myndbandið nefndi hann Fjöldamorðin í Jokela menntaskólanum 7.11.2007. Pekka kallar sig Sturmgeist89 á myndbandinu og þar segist hann vera félagslegur darwinisti sem þurfi að eyða og uppræta öllum sem ekki séu hæfir. Myndbandið hefur verið fjarlægt af síðunni.

Talið er að Pekka hafi verið í mikilli ástarsorg og þunglyndi þegar hann stormaði inn á skóla sinn og hóf skothríðina. Fyrrverandi kærasta hans segir í samtölum við fjölmiðla að Pekka hafi ekki verið geðveikur. Og hún er sár yfir því að einhverjir hafa reynt að skella skuldinni á hana þar sem hún hafði nýlega sagt Pekka upp.

Pekka notaði byssu sem hann keypti með löglegum hætti 19. október síðastliðinn. Vopnalöggjöf í Finnlandi er mjög frjálslynd og vopnaeign hvergi meiri en í Bandaríkjunum hvað Vesturlönd varðar. Er umræða hafin um þessa löggjöf í landinu í kjölfar ársárinnar.

Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sendi forseta Finnlands Tarja Halonen samúðarkveðjur í gærkvöldi sem og allir þjóðhöfðingar á Norðurlöndunum.


Tengdar fréttir

Geðheilsa ekki könnuð þegar veitt er skotvopnaleyfi

Geðheilsa manna er ekki könnuð þegar veitt er skotvopnaleyfi á Íslandi. Skilyrði fyrir slíku leyfi eru mjög svipuð á Íslandi og í Finnlandi. Tæplega þrettán þúsund og sjöhundruð einstaklingar eru með skotvopnaleyfi hér á landi.

Byssumaðurinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf

Finnska lögreglan segir að byssumaður sem varð átta manns að bana í menntaskóla í Tuusula í gær hafi skrifað sjálfsmorðsbréf áður en hann framdi ódæðin. Hún hefur einnig til rannsóknar hatursfull skrif sem hann skildi eftir sig á internetinu þar sem hann lýsti vanþóknun sinni á samfélaginu.

Ólafur Ragnar sendi Halonen samúðarkveðju

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í kvöld Tarja Halonen forseta Finnlands samúðarkveðju. Finnska þjóðin er felmtri slegin yfir atburðunum í Tuusula fyrr í dag þegar nemandi í menntaskóla myrti átta manns.

Myndband á YouTube talið tengt skotárás í Finnlandi

Tveir hið minnsta eru látnir og einhverjir særðir eftir að 18 ára piltur hóf skotárás í Jokela-skólanum í bænum Tuusula í Suður-Finnlandi. Meðal þeirra sem urðu fyrir skoti var skólastjórinn.

Íbúar Tuusula í algjöru sjokki

„Hér ríkir gríðarleg sorg og reiði eftir þessi voðaverk og fólk er í algjöru sjokki,“ segir Bryndís Hólm, fréttaritari Stöðvar 2. Hún er stödd fyrir utan Jokela-skólann í Tuusula í Finnlandi þar sem byssumaður skaut átta manns til bana í gær. Hún segir reiði fólks aðallega beinast að því af hverju ekki var hægt að koma í veg fyrir voðaverkin.

Finnski fjöldamorðinginn lést á sjúkrahúsi

Nemandinn sem gekk berserksgang í menntaskóla í bænum Tuusula í suðu Finnlandi í dag lést af völdum skotsárs sem hann veitti sjálfum sér. Pilturinn sem var 18 ára gamall, myrti sjö nemendur og einn kennara áður en hann skaut sjálfan sig. Hann hét Pekka Eric Auvinen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×