Erlent

Byssumaðurinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Finnska lögreglan segir að byssumaður sem varð átta manns að bana í menntaskóla í Tuusula í gær hafi skrifað sjálfsmorðsbréf áður en hann framdi ódæðin. Hún hefur einnig til rannsóknar hatursfull skrif sem hann skildi eftir sig á internetinu þar sem hann lýsti vanþóknun sinni á samfélaginu.

Pekka-Eric Auvinen var 18 ára og mun hafa kvatt fjölskyldu sína í bréfinu samkvæmt lögreglu. Hann mun hafa verið lagður í einelti og var félagslega einangraður. Hann valdi fórnarlömb sín þó á handahófskenndan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×