Erlent

Forsætisráðherra Pakistan segir kosningar á áætlun

Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtaka lögfræðing í mótmælum í Lahore í dag.
Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtaka lögfræðing í mótmælum í Lahore í dag. MYND/AFP

Shaukat Aziz forsætisráðherra Pakistan sagði í dag að þingkosningar yrðu á áætlun þrátt fyrir að neyðarlög hafi verið sett á í landinu. Vesturlönd hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í landinu eftir að Pervez Musharraf setti herlög á í landinu á laugardag.  Azia sagði á blaðamannafundi að kosningarnar yrðu samkvæmt ákætlunum en tilgreindi ekki hvort þær yrðu í janúar eins og til stóð.

Með því að lýsa yfir neyðarlögum hefur Musharraf forseti tekið sér alræðisvöld í landinu. Stjórnvöld segja að þingkosningum, sem halda átti í janúar, verði hugsanlega frestað í ár. Á meðan verði tíminn notaður til að bæla niður andóf harðskeyttra múslima sem bera ábyrgð á fjölda voðaverka í landinu undanfarna mánuði. Margir landsmenn brugðust ókvæða við þessari ákvörðun forsetans og efndu til fjöldamótmæla víðs vegar um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×