Erlent

Fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús sprakk í loft upp

Afleiðingar af gassprengingu í Úkraníu í byrjun mánaðarins. Sex létu lífið.
Afleiðingar af gassprengingu í Úkraníu í byrjun mánaðarins. Sex létu lífið. MYND/AFP

Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús í borginni Samara í Rússlandi sprakk í loft upp í dag. Önnur hlið hússins gjöreyðilagðist í sprengingunni.

Talið er að leki í gasleiðslum hafi valdið sprengingunni. Gasleiðslur í íbúðarhúsum í Rússlandi og fyrrum löndum Sovétríkjanna eru víða í lélegu ásigkomulagi og hafa fjölmargir látið lífið á undanförnum árum í sprengingum af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×