Erlent

Tveir féllu í átökum í Palestínu

Ísraelskri hermenn.
Ísraelskri hermenn. MYND/AFP

Tveir Palestínumenn féllu þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna á Gaza svæðinu í morgun. Talsmenn ísraelska hersins segja að mennirnir hafi verið skotnir eftir að þeir skutu þremur flugskeytum í átt að Ísrael.

Mennirnir voru skotnir á svæði sem herskáir Palestínumenn hafa notað undir flugskeytaárásir. Læknar sem önnuðust mennina segja þá hins vegar hafa verið óbreytta borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×