Erlent

Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt skoðanakönnunum

Útlit er fyrir að Anders Fogh Rasmussen sitji áfram í stóli forsætisráðherra í Danmörku.
Útlit er fyrir að Anders Fogh Rasmussen sitji áfram í stóli forsætisráðherra í Danmörku. MYND/Reuters

Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmekur, heldur velli samkvæmt tveimur skoðanakönnunum sem fjallað er um á vef Berlingske Tidende.

Eins og greint var frá fyrr í dag boðaði Rasmussen til þingkosninga í landinu þann 13. nóvember, eða eftir aðeins 20 daga. Samkvæmt könnun Gallups missa ríkisstjórnarflokkarnir Venstre, Íhaldsflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn fimm þingmenn frá kosningunum 2005 en fá samtals 89 þingmenn sem dugir þeim til meirihluta í þinginu. Hins vegar fær minnhlutinnn 79 þingmenn.

Samkvæmt könnuninni fengi Venstre 27,6 prósent atkvæða en Jafnaðarmannaflokkurinn kæmi þar á eftir með 26,4 prósent. Hins vegar farnast hinum nýja Einingarlista ekki vel en hann fær aðeins 1,7 prósent fylgi og næði ekki manni inn á þing.

Önnur skoðaðankönnun, sem Cantinét Research gerði fyrir Ritzau-fréttastofuna sýnir einnig að ríkisstjórnin heldur velli með 87 þingmenn á móti 80 þingmönnum Jafnaðarmannaflokksins, Radikale og Einingarlistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×