Erlent

Skákborðsraðmorðinginn fundinn sekur

Alexander Pichushkin.
Alexander Pichushkin. MYND/AFP

Rússneski raðmorðinginn Alexander Pichushkin var fyrir dómi í Moskvu í morgun fundinn sekur um að hafa myrt 48 manns og fyrir þrjár morðtilraunir. Pischushkin ætlaði sér að merkja alla 64 reiitna á skákborði með nöfnum fórnarlamba sinna og hefur hann því fengið viðurnefnið "skákborðs morðinginn" í rússneskum fjölmiðlum.

Fyrir dómi líkti Pichushkin fyrsta morði sínu við það að verða ástfanginn. Þá óskaði hann eftir því að 11 morð til viðbótar yrðu bætt við sakaferil sinn. Saksóknari óskaði eftir því að Pichushkin yrði dæmdur í ævilangt fangelsi sem þýðir 15 ár í Rússlandi.

Þegar Pichushkin var handtekinn lét hann lögregluna fá minnisbók sína þar sem morðin voru ítarlega skrásett. Í bókinn má meðal annars finna teikningu af skákborði og á hverjum reit er að finna upplýsingar um fórnarlambið, hvenær það var drepið auk annarra upplýsinga. Flest fórnarlamba Pichushkin voru karlmenn á aldrinum 50 til 70 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×