Erlent

Boðað til kosninga á næstu vikum

MYND/Reuters

Ráðherrar í ríkisstjórn Danmerkur hafa staðfest við danska fjölmiðla að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hyggist boða til þingkosninga á næstu vikum.

Skyndifundur var í ríkisstjórninni í morgun vegna málsins og mun Rasmussen ávarpa danska þingið klukkan ellefu að íslenskum tíma þar sem tilkynnt verður um kosningarnar.

Orðrómur hefur verið í kreiki í Danmörku um nokkurra mánaða skeið að Rasmussen hygðist boða til kosninga en skyndifundurinn í ríkisstjórn í morgun og sú staðreynd að Per Stig Möller utanríkisráðherra frestaði för sinni til Indlands þóttu staðfesta að tíðinda væri að vænta í dag. Líklegt er talið að kosningarnar verði í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×