Erlent

Enn leitað að móður stúlkunnar sem féll fram af svölum

Leit stendur enn yfir að móður sjö ára gamallar breskrar stúlku sem féll af svölum hótelherbergis á Mæjorka á mánudag. Stúlkan liggur enn stórslösuð á spítala en hún féll um tíu metra niður á steypt þak.

Síðast sást til móðurinnar í lobbíi hótelsins stuttu áður en stúlkan fannst. Fjölskyldan var í sumarleyfi á Mæjorku og gistu mæðgurnar saman í herbergi en faðirinn gisti í öðru ásamt tveimur sonum þeirra hjóna.

Lögregla segist leita móðurinnar en á þessari stundu sé ótímabært að segja til um hvort hún hafi átt þátt í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×