Erlent

Mótmæli í Venesúela

Stúdentar í Venesúela eru ósáttir við einræðistilburði forseta síns.
Stúdentar í Venesúela eru ósáttir við einræðistilburði forseta síns. MYND/AFP

Þúsundir námsmanna börðust við óeirðalögreglu í höfuðborg Venesúela, Karacas í gærkvöld. Námsmennirnir voru að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá landsins sem gera forsetanum umdeilda Húgó Chaves kleift að bjóða sig endalaust oft fram til endurkjörs.

Þá myndu stjórnarskrárbreytingarnar gefa Chavez algjört vald komi til neyðarástands í landinu. Lögregla beitti kylfum og táragasi gegn stúdentunum sem svöruðu með grjótkasti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×