Erlent

Segist ætla að slátra Bhutto eins og geit

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan segir að henni hafi borist fleiri morðhótanir, en á annað hundruð manns lét lífið þegar sjálfsmorðssprengjumaður reyndi að sprengja Bhutto í loft upp við komu hennar til landsins í síðustu viku.

Hún segist hafa fengið bréf í pósti þar sem því er hótað að henni verði slátrað eins og geit. Bhutto segist ekki láta hótanir af þessu tagi á sig fá og hyggst hún byrja kosningabaráttu fyrir sæti á þingi landsins á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×