Erlent

Hálf milljón manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Miklir eldar geysa nú í Kalíforníu.
Miklir eldar geysa nú í Kalíforníu.
Yfir 500 þúsund manns hafa fengið fyrirskipun um að yfirgefa heimili sín í Kalíforníu. Þar geysa nú miklir eldar. Mikið hvassviðri er í Kalíforníu þessa dagana og breiðast eldarnir því hratt út. Þeir ná frá Santa Barbara til landamæra að Mexíkó. Tveir hafa látist í eldunum og 1200 heimili og fyrirtæki hafa eyðilagst, eftir því sem yfirvöld í Mexíkó segja. Gert er ráð fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti haldi til Kalíforníu á fimmtudag. Forsetinn var gagnrýndur mjög fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum þegar fellibylurinn Katrín skók New Orleans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×