Erlent

Ellefur óbreyttir borgarar láta lífið í Afganistan

Bandarískur hermaður í Afganista.
Bandarískur hermaður í Afganista. MYND/AFP

Ellefu óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í bænum Jalrez í Afganistan í gær eftir að herþota á vegum NATO varpaði fyrir mistök sprengju á heimili þeirra. Þetta fullyrðir héraðsstjóri í héraðinu Jalrez í Afganista. Fólkið tilheyrði allt einni og sömu fjölskyldunni en aðeins einn meðlimur hennar slapp lifandi frá árásinni. Sá liggur nú alvarlega særður á spítala.

Yfirmenn herafla NATO hafa ekki viljað staðfesta að sprengjunni hafi verið varpað úr herþotu á vegum NATO. Þeir staðfesta að loftárásir hafi verið gerðar í héraðinu Wardak í gær sem liggur í suðurhluta Afganista. Þær árásir beindust hins vegar gegn skæruliðum talibana og ekkert bendir til þess að óbreyttir borgarar hafi látið lífið í þeim.

Að minnsta kosti 370 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í árásum NATO á skæruliða í Afganistan frá árinu 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×