Erlent

Discovery skotið á loft

MYND/AFP

Geimferjunni Discovery var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórída í dag en förinni er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um borð í geimferjunni er sjö manna áhöfn og tækjabúnaður sem ætlaður er fyrir rannsóknarstofur á vegum geimferðarstofnana Evrópu og Japans.

Til greina kom að geimskotinu yrði frestað eftir að ísklumpur fannst við eina eldsneytisdæluna. Vísindamenn á vegum bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að engin hætta væri á ferðum.

Geimferð Discovery mun standa í fjórtán daga. Gert er ráð fyrir því að geimferjan tengist alþjóðlegu geimstöðinni á fimmtudaginn. Þar mun áhöfn ferjunnar vinna meðal annars að endurbótum á stöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×