Erlent

Skógareldarnir ógna 72 þúsund heimilum

Björgunarmenn reyna að bjarga sögufrægum byggingum frá eldunum.
Björgunarmenn reyna að bjarga sögufrægum byggingum frá eldunum. MYND/AFP

Skógareldarnir í sunnanverðri Kaliforníu ógna nú 72 þúsund heimilum og hafa þegar eyðilagt eitt þúsund og þrjú hundruð heimili. Meira en 300 þúsund manns hafa flúið heimili sín í San Diego sýslu þar sem fjöldi neyðarskýla eru orðin yfirfull. George Bush lýsti yfir neyðarástandi í dag í sjö sýslum Kaliforníu. Um leið fór í gang stórslysaáætlun landsins.

Yfirmenn björgunarsveita óska eftir að vatni og mat og fara fram á að þeir sem enn eru á heimilum sínum noti rafmagn eins lítið og mögulegt er. Einn er látinn í skógareldunum og fjöldi manns hefur særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×