Erlent

Kynlíf samkynhneigðra bannað í Singapúr

Samkynhneigðir skemmta sér í Singapúr þrátt fyrir að þeim sé bannað samkvæmt lögum að stunda kynlíf.
Samkynhneigðir skemmta sér í Singapúr þrátt fyrir að þeim sé bannað samkvæmt lögum að stunda kynlíf. MYND/AFP

Þingið í Singapúr ákvað í morgun að fella ekki úr gildi lög sem banna kynlíf samkynhneigðra. Fyrir atkvæðagreiðslu höfðu þingmönnum borist þúsundir undirskrifta þar sem óskað var eftir því að lögin yrðu felld út gildi.

Þingið hefur á síðustu dögum haft til endurskoðunar ýmis lög er varða kynlíf fólks. Lengi var það refisvert fyrir gagnkynhneigt fólk að stunda munnmök en þau lög voru felld úr gildi í morgun.

Meirihluti þingmanna vildi hins vegar ekki fella úr gildi bann gegn kynlífi samkynhneigðra. Lee Hsien Loon, forsætisráðherra Singapúr, lýsti því yfir að aflokinni atkvæðagreiðslu að Singapúr væri íhaldsamt þjóðfélagi og ekki væri tímabært að ganga svo langt að leyfa kynlíf samkynhneigðra.

Samkynheigðir sem stunda kynlíf geta átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist séu þeir staðnir að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×