Erlent

Stökk í veg fyrir lest á Amager

Fertug kona lést í morgun á Tarnby lestarstöðinni á Amager í Kaupmannahöfn . Svo virðist sem konan hafi stokkið á teinana í þann mund sem lestin kom inn á stöðina og lést hún samstundis.

Lögreglan telur að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Öllum lestarferðum til og frá stöðinni hefur verið frestað um óákveðinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×