Erlent

Mafían veltir gríðarlegum upphæðum

Ítalskir verslunarmenn hafa fengið sig fullsadda af ágangi ítölsku mafíunnar. Mafían þykir hafa fært sig upp á skaftið og nú heimtar hún nú verndargjöld frá stórum fyrirtækjum jafnt sem smáum.

Í nýrri skýrslu kemur fram að Mafían sé orðin eitt stærsta viðskiptaveldi Ítalíu með áætlaða veltu upp á 120 milljarða bandaríkjadala, eða um þúsund milljarða íslenskra króna. Skýrslan sem unnin var af samtökum verslunarmanna á Ítalíu varar eindregið við auknum umsvifum mafíunnar, sérstaklega á suðurhluta landsins. Í skýrslunni kemur fram að líklega fari heil sjö prósent af heildarframleiðslu Ítalíu beint í vasa mafíunnar. Skipulögð glæpastarfssemi hefur fest rætur á öllum sviðum viðskiptalífsins, í matvælaframleiðslu, ferðamannaiðnaði, á fasteignamarkaði og í fjármálageiranum.

Að sögn skýrsluhöfunda finnst viðskiptamönnum auðveldara að borga mafíunni verndargjöldin í stað þess að kæra málið til lögreglunnar. Gert er ráð fyrir því að um tuttugu prósent allra fyrirtækja á Ítalíu greiði skatt til Mafíunnar en á suður ítalíu er talan mun hærri og þar greiða áttatíu prósent allra verslana gjald til glæpasamtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×