Erlent

200 minkar enn á flótta

Talið er að um 200 minkar leiki enn lausum hala, eða skotti, á Jótlandi eftir að brotist var inn í minnkabú í fyrrinótt og fimm þúsund minkum var sleppt lausum.

Enn hafa engin samtök eða einstaklingar lýst ábyrgð á verknaðinum, en lögreglu grunar að einhver dýraverndarsamtök geti átt hlut á máli.

Skógarverðir og aðrir tilsjónarmenn með náttúrugæðum óttast að minkarnir geti unnið viltum fuglastofnum mikinn skaða, ef þeir nást ekki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×