Erlent

Konan sem rændi barni úr móðurkviði dæmd

Kviðdómendur í Missouri í Bandaríkjunum sakfelldu í gær konu fyrir morð sem vakti mikinn óhug árið 2004. Konan, sem er á fertugsaldri réðst þá á 23 ára gamla ólétta konu, myrti hana og fjarlægði barnið úr legi hennar.

Barnið lifði voðaverkið af og reyndi konan að telja nágrönnum sínum trú um að barnið væri hennar. Verjandi konunnar reyndi að sannfæra kviðdóminn um að konan gengi ekki heil til skógar andlega en allt kom fyrir ekki og var hún sakfelld.

Búist er við því að saksóknari krefjist dauðarefsingar yfir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×