Erlent

Schwarzenegger hefur áhyggjur af skógareldunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnold Schwarzenegger er ríkisstjóri í Kalíforníu.
Arnold Schwarzenegger er ríkisstjóri í Kalíforníu.
Tvöhundruð og fimmtíu þúsund manns hafa flúið heimili sín í San Diego í Kalíforníu vegna skógarelda sem þar geysa. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kalíforníu, lýsti yfir áhyggjum af ástandinu og sagði það vera dapurlegt fyrir Kalíforníubúa. Bill Metcalf, slökkviliðsstjóri í San Diego telur að eldarnir versni sífellt. Töluvert hvassviðri er í San Diego og hafa eldarnir ógnað dýragarðinum í San Diego. Honum var lokað á mánudag og sum dýranna voru flutt á öruggari stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×