Erlent

Karlmaður á þrítugsaldri syrgir níræða eiginkonu

Frá Buenos Aires í Argentínu.
Frá Buenos Aires í Argentínu. MYND/AP

Argentínska parið Adelfe Volpes og Reinaldo Waveqche höfðu búið saman í nærri áratug þegar þau loks ákváðu að ganga í það heilaga í lok síðasta mánaðar. Nokkur aldursmunur var á þeim hjónum en Adelfe var 82 ára gömul en Reinaldo 24 ára. Aðeins nokkrum vikum eftir athöfnina lést Volpes.

Málið hefur vakið mikla athygli í Argentínu þá einkum sökum þess hversu mikill aldursmunur var á þeim hjónum. Móðir Reinaldo og Adelfe voru æskuvinkonur. Þegar Reinaldo, fimmtán ára gamall, stóð uppi munaðarlaus eftir að móðir hans dó flutti hann inn til Adelfe. Skömmu seinna byrjaði ástin að blómstra þeirra á milli. Þau trúlofuðust fyrir nokkrum árum og giftu sig síðan þann 28. september síðastliðinn.

Skömmu eftir að þau sneru til baka úr brúðkaupsferð sinni til Brasilíu var Adelfe lögð inn á spítala þar sem hún lést stuttu síðar. Andlát Adelfe hefur lagst þungt á Reinaldo. „Ég trúi því ekki að ég sé búinn að missa hana," sagði Reinaldo við blaðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×