Enski boltinn

Allt í góðu milli Benítez og Gerrard

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.

Búið er að hreinsa andrúmsloftið milli Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, og fyrirliðans Steven Gerrard. Liverpool vann nauman sigur á Everton um helgina en Benítez tók Gerrard af velli í leiknum.

Gerrard var síður en svo ánægður með ákvörðun stjóra síns. Nú hafa þeir tveir hinsvegar rætt málin og segir Benítez að allt sé í góðu milli þeirra.

„Í mínu starfi þarf maður að taka ákvarðanir sem maður telur hagnast liðinu. Þegar stefnt er á að vinna leik eru allir leikmenn jafnir í mínum augum," sagði Benítez.

„Ég skil vel hversu miklu máli svona nágrannaslagur skiptir fyrir Gerrard. Hann mun skilja að ég tók þessa ákvörðun mep liðið í huga. Það er állt í góðu milli okkar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×