Erlent

Átta tyrkneskra hermanna saknað

Tyrkneskir hermenn fylgjast með svæðinu við landamæri Íraks.
Tyrkneskir hermenn fylgjast með svæðinu við landamæri Íraks. MYND/AFP

Átta tyrkneskra hermanna er saknað eftir árás uppreisnarmanna Kúrda á tyrkneskar hersveitir í gær sem kostuðu 12 tyrkneska hermenn lífið. Yfirlýsing hersins í Tyrklandi þess efnis var birt í kjölfar þess að fréttastofa sem talin er tengjast uppreisnarmönnunum birti nöfn sjö þeirra sem saknað er.

Mótmæli spruttu upp víðsvegar um Tyrkland í gær og er þess krafist að ríkisstjórnin beiti sér til að stöðva árásirnar.

Í síðustu viku samþykkti þingið að tyrkneski herinn réðist inn í Írak. Utanríkisráðherra landsins segir að pólitískra lausn verði leitað áður en til innrása kemur.

Bandaríkjamenn hvetja Íraka til að bregðast fyrirvaralaust við kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta landsins sem ráðast yfir landamærin til Tyrklands. Tólf tyrkneskir hermenn létust í gær í árás Kúrda og átta er enn saknað. Margir óttast að tyrkneski herinn muni ráðast á Kúrda í norðurhluta Íraks. Bandaríkin, Evrópusambandið og Írak hafa öll lýst yfir andstöðu við tyrkneska innrás í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×