Erlent

Þýskir lestarstjórar boða verkfall

MYND/AFP

Reiknað er með miklum töfum á lestarsamgöngum í Þýskalandi næstkomandi fimmtudag og föstudag vegna boðaðs verkfalls þýskra lestarstjóra. Viðræður þeirra við þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hafa engan árangur borið.

Um 34 þúsund lestarstjórar munu leggja niður vinnu aðfaranótt fimmtudags og mun verkfallið standa í rúman sólarhring. Verkfallið nær til allra lestarsamgangna í borgum og héruðum Þýskalands. Hins vegar ekki reiknað með töfum á lestarsamgöngum milli landa.

Launadeila þýskra lestarstjóra við Deutsche Bahn hefur nú staðið yfir í nokkra mánuði. Krefjast lestarstjórarnir 31 prósent launahækkunar. Deutsche Bahn hefur hins vegar boðið lestarstjórunum 4 prósent launahækkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×