Erlent

Tyrkir undirbúa aðgerðir

Tyrkneskir leiðtogar hafa heitið því að beita öllum ráðum til þess að berja niður Kúrdíska vígamenn eftir bardaga síðustu daga. Að minnsta kosti 12 tyrkneskir hermenn féllu í árás á aðfararnótt sunnudags.

Herforingjar og ráðherrar í tyrknesku ríkisstórninni hittust á neyðarfundi í nótt þar sem rætt var hvort herinn skyldi sendur inn fyrir írösku landamærin en uppreisnarmenn úr röðum Kúrda hafa bækistöðvar sínar í norðurhluta Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×