Erlent

Bhutto snýr aftur til Pakistan

Um tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í borginni Karachi í Pakistan í morgun til að taka móti Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Bhutto snýr aftur til Pakistan í dag eftir eftir átta ára ára sjálfskipaða útlegð. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hafði áður beðið Bhutto um að fresta heimför sinni þangað til hæstiréttur landsins hefur úrskurðað um lögmæti endurkjörs hans í forsetaembættið.

Þá hafa leiðtogar Talibana í Pakistan einnig hótað Bhutto lífláti snúi hún aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×