Innlent

Segir borgarstjóra ljúga um kaupréttarsamninga

MYND/Valli

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri - grænna í stjórn OR, staðfestir í samtali við Vísi að kaupréttarsamningar vegna REI hafi verið lagðir fram á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag í síðustu viku. Þetta er þvert á það sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur haldið fram. Á fundinum tekin var ákvörðun um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy.

Svandís staðfestir þar með orð Guðmundar Þóroddssonar, forstjóra REI, út hádegisfréttum Útvarps, en þar sagðist hann hissa á orðum borgarstjóra um trúnaðarbrest milli borgarfulltrúa og lykilstjórnenda REI.

Borgarstjóri lét þau orð falla eftir fund með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í gær að trúnaðarbrestur hefði orðið milli margra borgarfulltrúa og lykilstjórnenda hjá REI og að tilteknum upplýsingum hefði ekki verið komið skýrt á framfæri. Hann hefði ekki vitað af kaupréttarsamningum við nokkra lykilstarfsmenn REI og Orkuveitunnar, aðeins samningnum við Bjarna Ármannsson stjórnarformann. Orðrétt sagði borgarstjóri á fundinum: „Ég vissi bara um þennan kaupréttarsamning við Bjarna Ármannsson, að öðru leyti var mér ekki kunnugt um hina samningana. Ég hef ekki séð neina lista þannig að þetta kom mér mjög á óvart þegar ég fékk heildarmyndina af þessu," sagði Vilhjálmur.

Eftir að honum hefði orðið ljóst hvernig var hefði hann óskað eftir því að samningarnir yrðu dregnir til bakar og að allir starfsmenn Orkuveitunnar fengju kauprétt í REI eins og fram hefði komið í fjölmiðlum.

Þessu mótmælti Guðmundur í hádegisfréttum Útvarps og sagði lista með þeim sem buðust kaupréttarsamningar hafa verið lagðan fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar á miðvikudag. Þar hafi jafnframt komið fram hve stóran hlut hver og einn fengi að kaupa og á hvaða gengi.

Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri - grænna í stjórn Orkuveitunnar. „Þetta var tekið fyrir á fundinum klukkan 15.15 og á fundinum sat borgarstjóri," segir Svandís. Aðspurð hvort borgarstjóri sé þá að ljúga í málinu segir Svandís svo vera. Hún hafi lagt fram sérstaka bókun um samningana sem lesin hafi verið upp á fundinum.

Aðspurð segir Svandís að ákvörðun um að selja hlut Orkuveitunnar í REI breyti engu um áform hennar um að láta reyna á lögmæti stjórnarfundarins í síðustu viku. „Kæran snýst um rétt almennings til þess að staðið sé rétt að ákvörðunum. Það er ljóst að ef fundurinn verður úrskurðaður ólöglegur er málið komið upp í loft," segir Svandís.


Tengdar fréttir

Borgarstjóri klagaður

Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í fréttum sínum í kvöld að allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nema Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hafi gengið á fund formanns flokksins, Geirs H. Haarde og varaformanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur til þess að greina þeim frá óánægju sinni með vinnubrögð Vilhjálms við sameiningu REI og GGE.

Sátt í sjónmáli hjá sjálfstæðismönnum

Heimildir fréttastofu Vísis herma að sátt hafi náðst um málefni Reykjavík Energy Invest á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu.

Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest

Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR.

Samsuða á borð við REI gengur ekki upp

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ekkert hæft í því að sjálfstæðismenn í borginni hyggist í dag ákveða hvernig bregðast skuli við ákvörðun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar varðandi samruna REI og Geysir Green Energy. Fréttavefurinn dv.is greinir frá þessu í dag. „Það er bara tóm vitleysa,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi. Hann er hins vegar efins um að borgin eigi að taka þátt í verfefnum á borð við REI.

Pólitísk spilling einkennir REI málið

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki vera andsnúinn sameiningu REI og Geysis green energy eða útrás íslenskra orkufyrirtækja yfirleitt. Hann segist hins vegar gera athugasemdir við feril málsins sem einkennist af pólitískri spillingu að hans mati. Bjarni segir að sala ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja hafi verið mistök sem séu að reynast dýrkeypt.

Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast

Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára.

REI: Kaupsamningum Bjarna og Jóns Diðriks ekki breytt

Kaup Bjarna Ármannssonar stjórnarformanns REI og Jón Diðriks Jónssonar, ráðgjafa hjá fyrirtækinu, í hlutum í REI á genginu 1,3 verða ekki aftur tekin þrátt fyrir að stjórnin hafi í dag ákveðið að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða lykistarfsmönnum að kaupa á sérkjörum.

Glitnir hvorki játar né neitar að bankinn hafi áhuga á REI-hlut

Oddviti Samfylkingarinnar í borginni furðar sig á því að meirihlutinn hafi stofnað til brunaútsölu á eignarhlut Orkuveitunnar í REI í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins. Talsmaður Glitnis hvorki játar því né neitar að bankinn hafi þegar lýst áhuga á að kaupa hlut Orkuveitunnar í REI.

REI fjárfestir fyrir 9 milljarða í Afríku

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI) kynnti í dag, ásamt foseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Bill Clinton fyrrum Bandarikjaforseta ákvörðun REI að fjárfesta 150 milljónum dollara til jarðvarmaverkefna í Afriku a næstu 5 árum.

Reykjanesbær vill meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja

Reykjanesbær stefnir að því að eignast meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja hf. í kjölfar sameiningar Reykjavik energy invest og Geysir green energy. „Samhliða sameiningu stærstu útrásafyrirtækja landsins í jarðvarmanýtingu á erlendri grund, skapast tækifæri til að vinna í anda hugmynda um uppskiptingu á innlendum orkufyritækjum,“ segir í tilkynningu frá Reykjabesbæ.

REI á eignir í þremur heimsálfum

Með sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy verður til eitt öflugasta fyrirtæki heims á sviði jarðvarma, bæði í rafmagnsframleiðslu og hitaveitna. Um er að ræða eignir í þremur heimsálfum, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.

Níu milljarða fjárhættuspil Reykjavíkurborgar

Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC.

Sameining í orkugeiranum

Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag.

Heimdellingar fagna sátt og samstöðu í borgarstjórn

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík lýsir yfir ánægju með þá „sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Stjórn félagsins fagnar þeirri niðurstöðu að stefnt skuli að sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI.

Orkuveitan verður hluthafi í Landsneti

Orkuveita Reykjavíkur varð í dag hluthafi í Landsneti þegar ákveðið var að hækka hlutafé í félaginu um 400 milljónir á hluthafafundi. Þetta kemur í framhaldi samningum um kaup Landsnets á flutningsvirkjunum í eigu Orkuveitunnar.

Dagur segir fráleitt að selja REI

„Sú þrautalending borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að ætla að selja hlut Orkuveitunnar í Reykjavik Invest er fráleit. Hún felur í sér að borgarbúar og eigendur Orkuveitunnar verði af þeirri margföldun í verðgildi fyrirtækisins sem spáð hefur verið á næstu arum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni.

Forstjóri OR leyfði kaup Bjarna í REI

Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum.

Ó sei sei rei

Friðarsúlan í Viðey hefur öðlast nýja merkingu eftir atburði síðustu daga.

Einkageirinn er með áhættufjármagnið

Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan.

Björn Ingi undrast að Vilhjálmur hafi ekki vitað af kaupréttarsamningum

Björn Ingi Hrafnsson, segir að það komi sér verulega á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hafi ekki vitað af þeim kaupréttarsamningum sem gerðir voru í tengslum við sameiningu REI og Geysir green energy. Hann bendir á að Haukur Leóson, stjórnarformaður Orkuveitunnar og stjórnarmaður í REI sé náinn samstarfsmaður Vilhjálms.

Óorði komið á útrásina

Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings.

REI: Hlutabréfasala til starfsmanna endurskoðuð

Á fundi stjórnar Reykjavík Energy Invest sem haldinn var fyrr í dag var ákveðið að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI til starfsmanna REI og Orkuveitunnar þannig að öllum starfsmönnum standi sama til boða. Sama magn hlutabréfa á sömu kjörum, eða allt að 300 þúsund krónur að nafnverði á genginu 1.28. Tillagan var samþykkt af öllum stjórnarmönnum.

Björn biðst undan því að vera bendlaður við REI

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, biðst undan því á bloggsíðu sinni að nafn hans sé „nefnt í tengslum við þessar uppákomur hjá OR og REI síðustu daga.“ Björn Ingi Hrafnsson benti á það í Kastljósi Ríkisútvarpsins að Björn hafi setið í stjórn Orkuveitunnar þegar ákvörðanir voru teknar um ENEX.

Sakar ríkisstjórnina um að sýna þjóðinni lítilsvirðingu

Hart var deilt um fyrirhugaðan flutningsstyrk Atvinnuleysistryggingarsjóðs til fólks á landsbyggðinni á Alþingi í dag. Kristinn H. Gunnarsson sagði ríkisstjórnina vera bera fé á almenning og kallaði styrkina lítilsvirðingu gagnvart þjóðinni. Óheppileg tímasetning á endurskoðun styrkjanna sagði ráðherra.

Bjarni Ármannsson láti kaup sín í REI ganga til baka

Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar telur að kaup Bjarna Ármannssonar á hlut í Reykjavík Energy Invest séu algerlega siðlaus og hann skorar á stjórnarformanninn að láta kaupin ganga til baka. Hann er einnig mjög ósáttur við kaup Jóns Diðriks Jónssonar á hlutum í félaginu.

Bjarni fundar með stærstu bönkum Englands

Bjarni Ármannsson er nú í London ásamt föruneyti sínu að kynna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest, fyrir fjárfestum. Bjarni er stjórnarformaður REI. Samkvæmt heimildum Vísis mun Bjarni meðal annars hitta fulltrúa Barclay´s, Kaupþing, JP Morgan, Royal Bank of Scotland og Morgan Stanley.

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fundar um helgina

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna mun hittast um helgina til að ræða þá stöðu sem upp er komin í tengslum við sameingunu REI við Geysir Green Energy. Samkvæmt heimildum Vísis eru allir borgarfulltrúar flokksins ósáttir við störf borgarstjóra innan stjórnar OR.

Reykjavík Energy ætlar að nota 50 milljarða kr. í útrásarverkefni

Reykjavik Energy Invest hyggst búa yfir um 50 milljarða króna hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhitaverkefna. Eftir að hóf starfsemi hefur fjöldi erlendra og innlendra fjárfesta lýst yfir áhuga á þátttöku í fyrirtækinu. Stefnt er að því að gefa út nýtt hlutafé í fyrirtækinu og að Orkuveita Reykjavíkur verði kjölfestufjárfestir með um 40% hlutafjár.

Ákvarðanir stjórnar REI þola illa dagsljósið

„Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

Netþjónabú reist á suðvesturhorninu

Netþjónafyrirtæki, sem íslenskir fjárfestar eru aðillar að, hefur þegar tryggt sér landssvæði undir netþjónabú hér á landi. Það á nú í viðræðum við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um raforkukaup.

Klók viðskipti

Klaufagangur, baktjaldamakk og græðgi í aðdraganda að samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE), hefur orðið til að skyggja á mikilvægasta grundvallarmálið að baki hinu sameinaða félagi. Að minnsta kosti þá hlið sem snýr að eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, íbúum höfuðborgarinnar og nágrannasveitarfélögunum.

REI - Hvað, hvenær, hvernig ... og hver

Saga Reykjavik Energy Invest er stutt en afar átakamikil síðustu daga. Miklar deilur spruttu upp innan borgarstjórnar vegna ákvörðunar um sameiningu REI og Geysir Green Energy. Farið hefur verið fram á að borgarstjóri og fulltrúi framsóknarflokks í borgarstjórn víki úr borgarstjórn vegna málsins. Stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur var látinn fjúka og borgarstjóri er sagður ljúga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×