Reykjanesbær vill meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja 4. október 2007 13:13 Reykjanesbær stefnir að því að eignast meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja hf. í kjölfar sameiningar Reykjavik energy invest og Geysir green energy. „Samhliða sameiningu stærstu útrásafyrirtækja landsins í jarðvarmanýtingu á erlendri grund, skapast tækifæri til að vinna í anda hugmynda um uppskiptingu á innlendum orkufyritækjum," segir í tilkynningu frá Reykjabesbæ. Uppskipting orkufyrirtækjanna er sögn snúa annars vegar að að einkaleyfabundinni starfsemi eins og rekstri dreifikerfa sveitarfélaga og smásölu til þeirra og hins vegar að samkeppnis- og áhætturekstri, eins og framleiðslu raforku og heildsölu hennar. „Reykjanesbær hefur unnið að samkomulagi við hina nýju eigendur REI sem miðar að því að Reykjanesbær eignist meirihluta í Hitaveita Suðurnesja hf. sem eigi dreifikerfi sveitarfélaganna og sinni smásölu inn á kerfin." Með þessu yrði tryggt að þjónusta við almenning svo sem vatn, hiti, rafmagn og frárennsli verði að meirihluta í almannaeigu. Samkeppnisrekstur á borð við virkjanastarfsemi, verður hins vegar áfram í meirihlutaeigu REI. „Stefnt er að því að Hitaveita Suðurnesja muni með stjórnendum sínum og öllu starfsfólki einnig sinna framleiðsluþættinum, annars vegar sem eigandi dreifikerfa og hins vegar sem rekstraraðili á virkjunum. Þetta þýðir að starfsmenn munu finna fyrir litlum breytingum á högum sínum en líklegt er að fjölga þurfi fólki." Þá er einnig gert ráð fyrir að Reykjanesbær eigi einnig hlut í félagi um framleiðslumannvirkin en þau yrðu að meirihluta í eigu REI. „Kjósi önnur sveitarfélög á svæðinu að leggja inn önnur dreifikerfi í Hitaveitu Suðurnesja s.s. vatns- og fráveitur, stendur til að bjóða þeim að fylgja því eftir með eignaraðild í Hitaveitu Suðurnesja hf." Bæði Hitaveita Suðurnesja hf og starfshluti REI, sem snýr að virkjunum á svæðinu verða staðsett í nýjum höfuðstöðvum Hitaveitu Suðurnesja hf. að Fitjum. „Í viðræðum við forsvarsmenn REI hefur komið skýrt fram að vilji er til að auka starfsemi REI á svæðinu, sérstaklega í tengslum við þróunarverkefni á sviði viðskiptatækifæra og tækni," segir í tilkynningunni. „Vegna útrásarverkefna REI og tengsla fyrirtækisins við Hitaveitu Suðurnesja hf. er líklegt að starfsfólki fyrirtækisins muni fjölga, sem gætu þá tengst tímabundið þróunarverkefnum, ekki síst erlendis. Þá eru allir samstarfsaðilar áhugasamir um að efla rannsóknar- og þróunarstarf í tengslum við háskólafélagið Keili á Vallarheiði. Nú er unnið að útfærslu nánara samkomulags á milli Reykjanesbæjar, Hitaveitu Suðurnesja hf. og REI um framangreind mál og stefnt að því að tillögur liggi frammi fyrir næsta bæjarstjórnarfund þann 16. október, " segir að lokum. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Reykjanesbær stefnir að því að eignast meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja hf. í kjölfar sameiningar Reykjavik energy invest og Geysir green energy. „Samhliða sameiningu stærstu útrásafyrirtækja landsins í jarðvarmanýtingu á erlendri grund, skapast tækifæri til að vinna í anda hugmynda um uppskiptingu á innlendum orkufyritækjum," segir í tilkynningu frá Reykjabesbæ. Uppskipting orkufyrirtækjanna er sögn snúa annars vegar að að einkaleyfabundinni starfsemi eins og rekstri dreifikerfa sveitarfélaga og smásölu til þeirra og hins vegar að samkeppnis- og áhætturekstri, eins og framleiðslu raforku og heildsölu hennar. „Reykjanesbær hefur unnið að samkomulagi við hina nýju eigendur REI sem miðar að því að Reykjanesbær eignist meirihluta í Hitaveita Suðurnesja hf. sem eigi dreifikerfi sveitarfélaganna og sinni smásölu inn á kerfin." Með þessu yrði tryggt að þjónusta við almenning svo sem vatn, hiti, rafmagn og frárennsli verði að meirihluta í almannaeigu. Samkeppnisrekstur á borð við virkjanastarfsemi, verður hins vegar áfram í meirihlutaeigu REI. „Stefnt er að því að Hitaveita Suðurnesja muni með stjórnendum sínum og öllu starfsfólki einnig sinna framleiðsluþættinum, annars vegar sem eigandi dreifikerfa og hins vegar sem rekstraraðili á virkjunum. Þetta þýðir að starfsmenn munu finna fyrir litlum breytingum á högum sínum en líklegt er að fjölga þurfi fólki." Þá er einnig gert ráð fyrir að Reykjanesbær eigi einnig hlut í félagi um framleiðslumannvirkin en þau yrðu að meirihluta í eigu REI. „Kjósi önnur sveitarfélög á svæðinu að leggja inn önnur dreifikerfi í Hitaveitu Suðurnesja s.s. vatns- og fráveitur, stendur til að bjóða þeim að fylgja því eftir með eignaraðild í Hitaveitu Suðurnesja hf." Bæði Hitaveita Suðurnesja hf og starfshluti REI, sem snýr að virkjunum á svæðinu verða staðsett í nýjum höfuðstöðvum Hitaveitu Suðurnesja hf. að Fitjum. „Í viðræðum við forsvarsmenn REI hefur komið skýrt fram að vilji er til að auka starfsemi REI á svæðinu, sérstaklega í tengslum við þróunarverkefni á sviði viðskiptatækifæra og tækni," segir í tilkynningunni. „Vegna útrásarverkefna REI og tengsla fyrirtækisins við Hitaveitu Suðurnesja hf. er líklegt að starfsfólki fyrirtækisins muni fjölga, sem gætu þá tengst tímabundið þróunarverkefnum, ekki síst erlendis. Þá eru allir samstarfsaðilar áhugasamir um að efla rannsóknar- og þróunarstarf í tengslum við háskólafélagið Keili á Vallarheiði. Nú er unnið að útfærslu nánara samkomulags á milli Reykjanesbæjar, Hitaveitu Suðurnesja hf. og REI um framangreind mál og stefnt að því að tillögur liggi frammi fyrir næsta bæjarstjórnarfund þann 16. október, " segir að lokum.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira