Forstjóri OR leyfði kaup Bjarna í REI 6. október 2007 06:30 Allir vildu kaupa hlut í REI en aðeins útvaldir fengu það. Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. Frumkvæðið að aðkomu Bjarna að Reykjavík Energy Invest (REI) hafði Haukur Leósson, stjórnarmaður í félaginu og stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hluthafafundur sem var haldinn í REI áður en Bjarni Ármannsson keypti hlut í fyrirtækinu. Hluthafi í fyrirtækinu var þá einn aðili, Orkuveita Reykjavíkur, og handhafi þess hlutar var starfandi forstjóri Orkuveitunnar, Hjörleifur B. Kvaran. Í þáverandi stjórn REI voru Björn Ársæll Pétursson stjórnarformaður, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson. Stjórnarmenn REI voru áheyrnarfulltrúar á hluthafafundinum. Haukur Leósson segir að hann hafi leitað til Bjarna um að taka að sér starfið. „Ég hringdi í hann og bað hann að hitta mig. Ég sagði honum að okkur vantaði nýjan stjórnarformann og hann hugsaði málið í rúma viku og sló svo til." Haukur kynnti fyrirtækið fyrir Bjarna og þeir sömdu um laun hans. Haukur segir að honum finnist þau mjög sanngjörn. Borgarstjóri var síðan upplýstur um það sem fór þeim á milli en Björn Ingi Hrafnsson, annar stjórnarmaður í REI, var upplýstur um þetta „löngu seinna," segir Haukur. Um sérkjör nokkurra starfsmanna Orkuveitunnar segir Haukur að þeir hafi fengið þau því þeir hafi átt að fara til starfa hjá REI. Fleiri starfsmenn áttu þó upphaflega að fá að kaupa hlut. Spurður hvers vegna til dæmis upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, hafi átt að fá heimild til kaupa, segir Haukur: „[Fyrirtækin] voru svo samtvinnuð þangað til núna." Upplýsingafulltrúinn hafi einfaldlega sóst eftir kaupunum, „enda sjá allir hvað þetta er flott fyrirtæki". Hjörleifur B. Kvaran sóttist einnig eftir því að fá að kaupa hluti í REI. „En okkur fannst ekki rétt að stjórnendur Orkuveitunnar eða stjórnarmenn REI ættu hlut í fyrirtækinu, það væru of náin tengsl," segir Haukur. Haukur segir að fyrsti fundur nýrrar stjórnar REI verði í næstu viku. Þegar hafi verið ákveðið að Bjarni Ármannsson verði stjórnarformaður í nýrri stjórn, Orkuveitan fái tvo stjórnarmenn og nýir hluthafar, FL-Group og Atorka, fái tvo. Að sögn Hauks er ekki búið að ákveða hverjir verða stjórnarmenn. Ekki náðist í Hjörleif B. Kvaran í gær. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. Frumkvæðið að aðkomu Bjarna að Reykjavík Energy Invest (REI) hafði Haukur Leósson, stjórnarmaður í félaginu og stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hluthafafundur sem var haldinn í REI áður en Bjarni Ármannsson keypti hlut í fyrirtækinu. Hluthafi í fyrirtækinu var þá einn aðili, Orkuveita Reykjavíkur, og handhafi þess hlutar var starfandi forstjóri Orkuveitunnar, Hjörleifur B. Kvaran. Í þáverandi stjórn REI voru Björn Ársæll Pétursson stjórnarformaður, Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson. Stjórnarmenn REI voru áheyrnarfulltrúar á hluthafafundinum. Haukur Leósson segir að hann hafi leitað til Bjarna um að taka að sér starfið. „Ég hringdi í hann og bað hann að hitta mig. Ég sagði honum að okkur vantaði nýjan stjórnarformann og hann hugsaði málið í rúma viku og sló svo til." Haukur kynnti fyrirtækið fyrir Bjarna og þeir sömdu um laun hans. Haukur segir að honum finnist þau mjög sanngjörn. Borgarstjóri var síðan upplýstur um það sem fór þeim á milli en Björn Ingi Hrafnsson, annar stjórnarmaður í REI, var upplýstur um þetta „löngu seinna," segir Haukur. Um sérkjör nokkurra starfsmanna Orkuveitunnar segir Haukur að þeir hafi fengið þau því þeir hafi átt að fara til starfa hjá REI. Fleiri starfsmenn áttu þó upphaflega að fá að kaupa hlut. Spurður hvers vegna til dæmis upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, hafi átt að fá heimild til kaupa, segir Haukur: „[Fyrirtækin] voru svo samtvinnuð þangað til núna." Upplýsingafulltrúinn hafi einfaldlega sóst eftir kaupunum, „enda sjá allir hvað þetta er flott fyrirtæki". Hjörleifur B. Kvaran sóttist einnig eftir því að fá að kaupa hluti í REI. „En okkur fannst ekki rétt að stjórnendur Orkuveitunnar eða stjórnarmenn REI ættu hlut í fyrirtækinu, það væru of náin tengsl," segir Haukur. Haukur segir að fyrsti fundur nýrrar stjórnar REI verði í næstu viku. Þegar hafi verið ákveðið að Bjarni Ármannsson verði stjórnarformaður í nýrri stjórn, Orkuveitan fái tvo stjórnarmenn og nýir hluthafar, FL-Group og Atorka, fái tvo. Að sögn Hauks er ekki búið að ákveða hverjir verða stjórnarmenn. Ekki náðist í Hjörleif B. Kvaran í gær.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira