Innlent

Reykjavík Energy ætlar að nota 50 milljarða kr. í útrásarverkefni

"Jarðhiti og nýting hans er í vaxandi mæli að ná inn á sjóndeildarhring fjárfesta og þeirra sem móta stefnu á hinum pólitíska vettvangi." segir Bjarni Ármannsson.
"Jarðhiti og nýting hans er í vaxandi mæli að ná inn á sjóndeildarhring fjárfesta og þeirra sem móta stefnu á hinum pólitíska vettvangi." segir Bjarni Ármannsson.

Reykjavik Energy Invest hyggst búa yfir um 50 milljarða króna hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhitaverkefna. Eftir að hóf starfsemi hefur fjöldi erlendra og innlendra fjárfesta lýst yfir áhuga á þátttöku í fyrirtækinu. Stefnt er að því að gefa út nýtt hlutafé í fyrirtækinu og að Orkuveita Reykjavíkur verði kjölfestufjárfestir með um 40% hlutafjár.

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er nýr stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest. Aðrir í stjórn eru Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, og Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnarinnar. Guðmundur Þóroddsson er nýráðinn forstjóri REI. Hann hefur verið forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur frá stofnun og er nú í leyfi til að leiða þessa útrás fyrirtækisins.

Í frétt frá fyrirtækinu segir m.a. að Reykjavik Energy Invest á hluti í útrásarfélögunum Enex, Enex-Kína, Galantaterm og Iceland American Energy. Nýr stjórnarformaður félagsins hefur keypt hluti í félaginu fyrir hálfan milljarð króna.

"Á undanförnum árum hefur athygli heimsins beinst í vaxandi mæli að endurnýjanlegum orkugjöfum og nýtingu þeirra. Þverrandi magn kolefnisorkugjafa og neikvæð útblástursmengun sem þeim fylgir skapar ný tækifæri til fjárfestinga á þessu sviði, segir Bjarni Ármannsson stjórnarformaður REI. "Jarðhiti og nýting hans er í vaxandi mæli að ná inn á sjóndeildarhring fjárfesta og þeirra sem móta stefnu á hinum pólitíska vettvangi."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×