Innlent

Heimdellingar fagna sátt og samstöðu í borgarstjórn

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar.

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík lýsir yfir ánægju með þá „sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Stjórn félagsins fagnar þeirri niðurstöðu að stefnt skuli að sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI.

„Mikilvægt er að borgin fái sanngjarnt verð fyrir sinn hlut og að faglega verði staðið að sölu á hlut hennar," segir í ályktun félagsins. „Kjörið væri að nýta söluhagnaðinn í framhaldinu í að lækka álögur, og færa ákvörðunina um hvernig skuli nýta ágóðann, beint í hendur borgarbúa og annarra eigenda Orkuveitunnar."

Þá segir að Heimdallur treysti því að fulltrúar flokksins í borginni fylgi eftir „hugsjónum og kosningamálum flokksins og leysi úr þeim ágreiningi sem þar kann upp að koma." Að lokum segir, að mikilvægt sé að opinber gagnrýni sé sett fram af ábyrgð, og undir nafni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×