Einkageirinn er með áhættufjármagnið Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2007 09:00 Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, notuðu tækifærið á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum á fimmtudag til að kynna nánar framtíðarsýn og stefnu sameinaðs félags REI og Geysis Green Energy. Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spennandi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fullnustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hugvit.“ Bjarni og Hannes Smárason forstjóri FL Group, sem var stjórnarformaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skynsemi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkjunum víðsvegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkisstjórning og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt að fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. „Sameining félaganna er bæði skynsamleg og rosalega spennandi,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). Með því segir hann hægt að nýta til fullnustu þekkingu sem til staðar sé í báðum félögum, orkuvinnslu og í fjárfestingum. „Einkaaðilar koma þarna með áhættufjármagnið og Orkuveitan fær endurgjald fyrir þekkingu sína, reynslu og hugvit.“ Bjarni og Hannes Smárason forstjóri FL Group, sem var stjórnarformaður Geysis Green Energy, kynntu nánar samruna REI og Geysis á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum (Capital Markets Day) á fimmtudag. Þá segir Hannes Smárason skynsemi felast í því að sameina í einu félagi útrásina í orkugeiranum sem sé á viðkvæmu stigi. „Með þessu eykst slagkraftur félagsins.“ Bjarni áréttar aukinheldur að REI horfi ekki til Íslands heldur til alþjóðlegra fjárfestinga. „Við erum þegar með í pípunum fjárfestingar í fjórum heimsálfum og verulega metnaðarfull markmið til komandi ára sem krefjast bæði sérþekkingar og stuðning allra sem að þessu koma.“ Undir þetta tekur Hannes og segir skýr skil á milli REI og starfsemi orkufyrirtækja á Íslandi. „Þetta snýst um að fjárfesta í virkjunum víðsvegar um heim og kemur Íslandi ekki við, nema að því leyti sem snýr að þekkingunni og baklandinu hvað það snertir.“ Bjarni segir að samstarfið við Orkuveituna skipti þannig miklu máli enda erfitt að setja verðmiða á hversu mikils virði það sé að geta farið með erlenda gesti og sýnt þeim Hellisheiðarvirkjun og Svartsengi. „Það er mikils virði. Rétt eins og mikils virði er að ríkisstjórning og forsetaembætti styðji við bakið á þessum verkefnum. En þá er líka mikils virði að fá hjálp frá einkageiranum og að menn standi saman að þessum málun í stað þess að vinna tvist og bast.“ Bjarni og Hannes segja líka óraunhæft að setja dæmið þannig upp að einkafyrirtæki keyptu bara þjónustu af Orkuveitunni, án þess að aðkoma hennar væri meiri. „Er ekki bara eðlilegt að fyrir Orkuveituna að fá eitthvað fyrir þessi verðmæti sem í henni felast. Um það snerist stofnun REI á sínum tíma. En auðvitað hefði verið lítið mál fyrir Orkuveituna að sleppa þessu algjörlega og leyfa okkur hinum að dansa frjálsum, en þá er líka ljóst að minna hefði setið eftir,“ segir Hannes.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira