Orkuveita Reykjavíkur dregin út úr REI á næstu mánuðum 8. október 2007 15:03 Borgarstjóri og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu niðurstöðu fundarins í Ráðhúsinu í dag. MYND/Höskuldur Orkuveita Reykjavíkur verður dregin út úr Reykjavik Energy Invest á næstu mánuðum og Haukur Leósson hættir sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Þetta ákváðu borgarstjóri og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á tæplega þriggja klukkustunda löngum fundi sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Fram kom á blaðamannafundi eftir fundinn að borgarfulltrúi úr röðum sjálfstæðismanna myndi setjast í stjórn OR í stað Hauks. Trúnaðarbrestur milli borgarfulltrúa og lykilstarfsmanna OR Fram kom á fundinum að trúnaðarbrestur hefði orðið á milli lykilstarfsmanna Orkuveitunnar og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri að tilteknum upplýsingum hefði ekki verið komið á framfæri. Hann hefði ekki vitað af kaupréttarsamningum við nokkra lykilstarfsmenn REI og Orkuveitunnar, aðeins samningnum við Bjarna Ármannsson stjórnarformann. Eftir að honum hefði orðið ljóst hvernig var hefði hann óskað eftir því að allir starfsmenn Orkuveitunnar fengju kauprétt í REI eins og fram hefði komið í fjölmiðlum. Farið yfir hvernig lykilstarfsmenn höguðu sér Þá sagði Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, að farið yrði yfir það hvernig lykilstarfsmenn Orkuveitunnar hefðu hagað sér í málinu eins og hann orðaði það. Framtíð þeirra yrði rædd síðar. Viðurkenndu borgarfulltrúarnir að ágreiningur hefði verið innan flokksins vegna málsins en að full sátt hefði náðst sem ánægja væri með. Þá væri búið að ræða málið við Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Vonuðust sjálfstæðismenn til þess að sátt yrði um þessar lyktir mála í borgarstjórn. Þá kom enn fremur fram að áætlað virði hlutar OR í REI væri tíu milljarðar króna og að söluferli hlutarins yrði flýtt, en alltaf hefði staðið til að selja hlutinn. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur verður dregin út úr Reykjavik Energy Invest á næstu mánuðum og Haukur Leósson hættir sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Þetta ákváðu borgarstjóri og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á tæplega þriggja klukkustunda löngum fundi sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Fram kom á blaðamannafundi eftir fundinn að borgarfulltrúi úr röðum sjálfstæðismanna myndi setjast í stjórn OR í stað Hauks. Trúnaðarbrestur milli borgarfulltrúa og lykilstarfsmanna OR Fram kom á fundinum að trúnaðarbrestur hefði orðið á milli lykilstarfsmanna Orkuveitunnar og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri að tilteknum upplýsingum hefði ekki verið komið á framfæri. Hann hefði ekki vitað af kaupréttarsamningum við nokkra lykilstarfsmenn REI og Orkuveitunnar, aðeins samningnum við Bjarna Ármannsson stjórnarformann. Eftir að honum hefði orðið ljóst hvernig var hefði hann óskað eftir því að allir starfsmenn Orkuveitunnar fengju kauprétt í REI eins og fram hefði komið í fjölmiðlum. Farið yfir hvernig lykilstarfsmenn höguðu sér Þá sagði Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, að farið yrði yfir það hvernig lykilstarfsmenn Orkuveitunnar hefðu hagað sér í málinu eins og hann orðaði það. Framtíð þeirra yrði rædd síðar. Viðurkenndu borgarfulltrúarnir að ágreiningur hefði verið innan flokksins vegna málsins en að full sátt hefði náðst sem ánægja væri með. Þá væri búið að ræða málið við Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Vonuðust sjálfstæðismenn til þess að sátt yrði um þessar lyktir mála í borgarstjórn. Þá kom enn fremur fram að áætlað virði hlutar OR í REI væri tíu milljarðar króna og að söluferli hlutarins yrði flýtt, en alltaf hefði staðið til að selja hlutinn.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira