Níu milljarða fjárhættuspil Reykjavíkurborgar Andri Ólafsson skrifar 4. október 2007 13:28 MYND/Vilhelm Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. Þessi 40% voru þegar fillipseyski hlutabréfamarkaðurinn lokaði í dag metin á um 56 milljarða króna. REI hefur skuldbundið sig til þess að kaupa um 45% af þessum hlut. Fjárfesting REI verður því, ef allt gengur eftir um 25 milljarðar. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að um 95% hluta í eigu Reykjavíkurborgar, á 35,5% í REI og kemur því til með að leggja til rúmlega 9,5 milljarða króna í verkefnið. Þessar tölur eru með þeim fyrirvara að PNOC-EDC seljist á markaðsvirði. Rúmlega 20 kaupendur eru með í spilinu og því óhætt að gera ráð fyrir að endanlegt kaupverð verði hærra. Og hlutur Reykvíkinga í dæminu meiri. Aðspurður um þessa miklu fjárfestingu borgarbúa sagðist Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ekki vera með allar tölur málsins á hreinu og benti á Guðmund Þóroddsson annan forstjóra REI. Vilhjálmur var hins vegar þess fullviss að REI myndi auka verðgildi sitt og Orkuveitunnar með fjárfestingum sínum erlendis. Guðmundur Þóroddson forstjóri REI staðfesti að fyrirtækið væri þáttakandi í umræddu útboði en vildi ekki staðfesta þær tölur sem Vísir bar upp á hann. Þær tölur eru fengnar frá Kauphöllinni á Fillipseyjum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem Vísir ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um þessa fjárfestingu en frá því hefur verið greint í fjölmiðlum í dag að þeir séu ekki á eitt sáttir með útrásar- og fjárfestingastefnu Orkuveitunnar. Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarstjórnar og stjórnarmaður í REI er erlendis og því náðist ekki í hann vegna málsins. Núverandi forseti Filipseyja, Gloria Arroyo, hefur verið ásökuð um spillingu og kosningasvindl síðan hún komst til valda árið 2001. Valdarán eru tíð í landinu og var síðast reynt að steypa stjórninn af kolli í mars á síðasta ári. Þá hafa stjórnvöld átt í átökum við hryðjuverkahópa í suðurhluta landsins. Sérfræðingar sem Vísir ræddi við sögðu að þrátt fyrir ágætan vöxt efnahags landsins síðustu ár sé viðskiptaumhverfið á þar í landi alls ekki eins öruggt og best verður á kosið. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. Þessi 40% voru þegar fillipseyski hlutabréfamarkaðurinn lokaði í dag metin á um 56 milljarða króna. REI hefur skuldbundið sig til þess að kaupa um 45% af þessum hlut. Fjárfesting REI verður því, ef allt gengur eftir um 25 milljarðar. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að um 95% hluta í eigu Reykjavíkurborgar, á 35,5% í REI og kemur því til með að leggja til rúmlega 9,5 milljarða króna í verkefnið. Þessar tölur eru með þeim fyrirvara að PNOC-EDC seljist á markaðsvirði. Rúmlega 20 kaupendur eru með í spilinu og því óhætt að gera ráð fyrir að endanlegt kaupverð verði hærra. Og hlutur Reykvíkinga í dæminu meiri. Aðspurður um þessa miklu fjárfestingu borgarbúa sagðist Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ekki vera með allar tölur málsins á hreinu og benti á Guðmund Þóroddsson annan forstjóra REI. Vilhjálmur var hins vegar þess fullviss að REI myndi auka verðgildi sitt og Orkuveitunnar með fjárfestingum sínum erlendis. Guðmundur Þóroddson forstjóri REI staðfesti að fyrirtækið væri þáttakandi í umræddu útboði en vildi ekki staðfesta þær tölur sem Vísir bar upp á hann. Þær tölur eru fengnar frá Kauphöllinni á Fillipseyjum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem Vísir ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um þessa fjárfestingu en frá því hefur verið greint í fjölmiðlum í dag að þeir séu ekki á eitt sáttir með útrásar- og fjárfestingastefnu Orkuveitunnar. Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarstjórnar og stjórnarmaður í REI er erlendis og því náðist ekki í hann vegna málsins. Núverandi forseti Filipseyja, Gloria Arroyo, hefur verið ásökuð um spillingu og kosningasvindl síðan hún komst til valda árið 2001. Valdarán eru tíð í landinu og var síðast reynt að steypa stjórninn af kolli í mars á síðasta ári. Þá hafa stjórnvöld átt í átökum við hryðjuverkahópa í suðurhluta landsins. Sérfræðingar sem Vísir ræddi við sögðu að þrátt fyrir ágætan vöxt efnahags landsins síðustu ár sé viðskiptaumhverfið á þar í landi alls ekki eins öruggt og best verður á kosið.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira