Atli Viðar: Held með Fjölni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 16:10 Atli Viðar Björnsson á fleygiferð með Fjölni í sumar. Mynd/Pjetur Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH sem var í láni hjá Fjölni í sumar, segist ætla að styðja Fjölnismenn í bikarúrslitaleik liðanna á morgun. „Þrátt fyrir að ég sé mikill FH-ingur og er samningsbundinn FH hlýt ég að halda með Fjölni á morgun. Ég hef spilað með liðinu í þessari keppni og geri ráð fyrir því að fá þau verðlaun sem Fjölnir hlýtur eftir leikinn,“ sagði Atli Viðar við Vísi. Atli Viðar og Heimir Snær Guðmundsson voru báðir lánaðir frá FH til Fjölnis í sumar. Lánssamningurinn kveður á um að þeir megi ekki leika gegn FH á samningstímanum. „Okkur stóð til boða að æfa með Fjölni þessa vikuna en ég hefði bara verið að kvelja mig með því. Ég ákvað því að draga mig til hliðar. Þessi vika hefur því verið mjög sérstök. Ég hef reynt að dreifa huganum en það hefur gengið frekar illa.“ Hann segir það auðvitað vera hundfúlt að missa af þessum leik. „Ég var svekktur vegna ákvörðun FH-inga um að láta samninginn standa en er þó ekki fúll út í einn eða neinn. Ég skil þeirra afstöðu.“ Atli Viðar fer vitanlega á leikinn á morgun en hefur ekki enn ákveðið hvar hann muni sitja. Hann hefur heldur ekki leitt hugann að því hvað verður á næsta tímabili. „Ég er samningsbundinn FH í eitt ár í viðbót og mun að sjálfsögðu standa við hann.“ FH seldi Atla Viðar til Fram á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar en hann hafnaði því að fara til Fram. „Það var einfaldlega vegna þess að ég fékk að vita af þessu klukkan hálf ellefu að kvöldi 31. júlí. Ég hafði engan tíma til að semja við neitt lið á þeim tíma. En ég veit ekki hvort FH hafi enn áhuga á að selja mig.“ Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH sem var í láni hjá Fjölni í sumar, segist ætla að styðja Fjölnismenn í bikarúrslitaleik liðanna á morgun. „Þrátt fyrir að ég sé mikill FH-ingur og er samningsbundinn FH hlýt ég að halda með Fjölni á morgun. Ég hef spilað með liðinu í þessari keppni og geri ráð fyrir því að fá þau verðlaun sem Fjölnir hlýtur eftir leikinn,“ sagði Atli Viðar við Vísi. Atli Viðar og Heimir Snær Guðmundsson voru báðir lánaðir frá FH til Fjölnis í sumar. Lánssamningurinn kveður á um að þeir megi ekki leika gegn FH á samningstímanum. „Okkur stóð til boða að æfa með Fjölni þessa vikuna en ég hefði bara verið að kvelja mig með því. Ég ákvað því að draga mig til hliðar. Þessi vika hefur því verið mjög sérstök. Ég hef reynt að dreifa huganum en það hefur gengið frekar illa.“ Hann segir það auðvitað vera hundfúlt að missa af þessum leik. „Ég var svekktur vegna ákvörðun FH-inga um að láta samninginn standa en er þó ekki fúll út í einn eða neinn. Ég skil þeirra afstöðu.“ Atli Viðar fer vitanlega á leikinn á morgun en hefur ekki enn ákveðið hvar hann muni sitja. Hann hefur heldur ekki leitt hugann að því hvað verður á næsta tímabili. „Ég er samningsbundinn FH í eitt ár í viðbót og mun að sjálfsögðu standa við hann.“ FH seldi Atla Viðar til Fram á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar en hann hafnaði því að fara til Fram. „Það var einfaldlega vegna þess að ég fékk að vita af þessu klukkan hálf ellefu að kvöldi 31. júlí. Ég hafði engan tíma til að semja við neitt lið á þeim tíma. En ég veit ekki hvort FH hafi enn áhuga á að selja mig.“
Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22
Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00
Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00
Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30