Atli Viðar: Held með Fjölni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 16:10 Atli Viðar Björnsson á fleygiferð með Fjölni í sumar. Mynd/Pjetur Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH sem var í láni hjá Fjölni í sumar, segist ætla að styðja Fjölnismenn í bikarúrslitaleik liðanna á morgun. „Þrátt fyrir að ég sé mikill FH-ingur og er samningsbundinn FH hlýt ég að halda með Fjölni á morgun. Ég hef spilað með liðinu í þessari keppni og geri ráð fyrir því að fá þau verðlaun sem Fjölnir hlýtur eftir leikinn,“ sagði Atli Viðar við Vísi. Atli Viðar og Heimir Snær Guðmundsson voru báðir lánaðir frá FH til Fjölnis í sumar. Lánssamningurinn kveður á um að þeir megi ekki leika gegn FH á samningstímanum. „Okkur stóð til boða að æfa með Fjölni þessa vikuna en ég hefði bara verið að kvelja mig með því. Ég ákvað því að draga mig til hliðar. Þessi vika hefur því verið mjög sérstök. Ég hef reynt að dreifa huganum en það hefur gengið frekar illa.“ Hann segir það auðvitað vera hundfúlt að missa af þessum leik. „Ég var svekktur vegna ákvörðun FH-inga um að láta samninginn standa en er þó ekki fúll út í einn eða neinn. Ég skil þeirra afstöðu.“ Atli Viðar fer vitanlega á leikinn á morgun en hefur ekki enn ákveðið hvar hann muni sitja. Hann hefur heldur ekki leitt hugann að því hvað verður á næsta tímabili. „Ég er samningsbundinn FH í eitt ár í viðbót og mun að sjálfsögðu standa við hann.“ FH seldi Atla Viðar til Fram á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar en hann hafnaði því að fara til Fram. „Það var einfaldlega vegna þess að ég fékk að vita af þessu klukkan hálf ellefu að kvöldi 31. júlí. Ég hafði engan tíma til að semja við neitt lið á þeim tíma. En ég veit ekki hvort FH hafi enn áhuga á að selja mig.“ Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH sem var í láni hjá Fjölni í sumar, segist ætla að styðja Fjölnismenn í bikarúrslitaleik liðanna á morgun. „Þrátt fyrir að ég sé mikill FH-ingur og er samningsbundinn FH hlýt ég að halda með Fjölni á morgun. Ég hef spilað með liðinu í þessari keppni og geri ráð fyrir því að fá þau verðlaun sem Fjölnir hlýtur eftir leikinn,“ sagði Atli Viðar við Vísi. Atli Viðar og Heimir Snær Guðmundsson voru báðir lánaðir frá FH til Fjölnis í sumar. Lánssamningurinn kveður á um að þeir megi ekki leika gegn FH á samningstímanum. „Okkur stóð til boða að æfa með Fjölni þessa vikuna en ég hefði bara verið að kvelja mig með því. Ég ákvað því að draga mig til hliðar. Þessi vika hefur því verið mjög sérstök. Ég hef reynt að dreifa huganum en það hefur gengið frekar illa.“ Hann segir það auðvitað vera hundfúlt að missa af þessum leik. „Ég var svekktur vegna ákvörðun FH-inga um að láta samninginn standa en er þó ekki fúll út í einn eða neinn. Ég skil þeirra afstöðu.“ Atli Viðar fer vitanlega á leikinn á morgun en hefur ekki enn ákveðið hvar hann muni sitja. Hann hefur heldur ekki leitt hugann að því hvað verður á næsta tímabili. „Ég er samningsbundinn FH í eitt ár í viðbót og mun að sjálfsögðu standa við hann.“ FH seldi Atla Viðar til Fram á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar en hann hafnaði því að fara til Fram. „Það var einfaldlega vegna þess að ég fékk að vita af þessu klukkan hálf ellefu að kvöldi 31. júlí. Ég hafði engan tíma til að semja við neitt lið á þeim tíma. En ég veit ekki hvort FH hafi enn áhuga á að selja mig.“
Tengdar fréttir Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00 Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22 Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00 Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00 Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Magnús Ingi: Gæti endað með rassskellingu Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis, segir að stemningin í liði Fjölnis sé gríðarlega góð fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH á morgun. 5. október 2007 16:00
Vísir hitar upp fyrir bikarúrslitin Á laugardaginn mætast lið FH og Fjölnir í bikarúrslitaleik karla. Vísir mun næstu daga fjalla ítarlega um leikinn. 3. október 2007 14:22
Tryggvi: Var að losna í bikarskápnum Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, á ekki von á því að sínir menn rúlli yfir Fjölnismenn í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 15:00
Ásmundur: Alltaf möguleiki Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að sínir menn þurfi að ná sínum besta leik til að eiga möguleika gegn FH-ingum í bikarúrslitaleiknum á morgun. 5. október 2007 14:00
Ólafur: Öll þjóðin heldur með Fjölni Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að pressan verði á sínum mönnum í bikarúslitaleiknum gegn Fjölni um helgina. 4. október 2007 16:30