Erlent

Sættir hjá kaþólskum í Kína

Kaþólski söfnuðurinn í Bejing í Kína hefur fengið nýjan biskup. Er þetta fyrsti biskupinn í Kína sem vígður er til embættis með velþóknun Vatikansins síðustu 50 árin. Kínversk stjórnvöld og Vatikanið hafa löngum barist um sálir kaþólskra í Kína en nú virðist sem þíða sé komin í samskiptin.

Hinn 42 ára gamli Joseph Li Shan var vígður til biskups í athöfn í kirkju sem stendur við Tiananmen torg og Vatikanið hefur lagt blessun sína fyrir vígslu hans.

Kínversk stjórnvöld slitu öllum samskiptum við Vatikanið árið 1951 í kjölfar þess að Vatikanið samþykkti Taiwan sem sjálfstætt ríki. Eftir það skipuðu stjórnvöld kirkjunni að vígja biskupa sína án samráðs við Vatikanið.

Talið er að um 12 milljónir Kínverja séu kaþólskir og skiptist þeir á milli Þjóðlegu kirkjunnar sem stjórnvöld styðja og neðanjarðarsafnaðar sem er hliðhollur Vatikaninu. Benedickr páfi hefur unnið að því að koma á betri samskiptum við Kínverja og í bréfi sem hann skrifaði kaþólska söfnuðinum í fyrra hvatti hann til sameingar og sátta meðal hinna trúðu í landinu. Og nú hefur háttsettur kardináli í Vatikaninu sagt að Li Shan sé mjög góður kostur í stöðu biskups.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×