Enski boltinn

Hughes: Ég á ekki orð

NordicPhotos/GettyImages

Mark Hughes sagðist ekki botna upp eða niður í sínum mönnum eftir "Gríska Harmleikinn" sem hans menn máttu þola í kvöld þegar þeir voru heppnir að sleppa með 2-0 tap gegn Larissa í Uefa keppninni.

"Ég átti ekki von á svona hörmung. Við vorum taplausir í 15 leikjum og þangað til í kvöld hefur liðið verið fullt af krafti og þori. Ég er viss um að við verðum betri gegn Portsmouth í deildinni á sunnudaginn, en við erum sannarlega búnir að gera okkur erfitt fyrir með þessum úrslitum. Við vorum í rauninni heppnir að sleppa með 2-0 tap, en ég veit að annað verður uppi á teningnum í síðari leiknum," sagði Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×