Erlent

Landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hættir

Mike Johanns sagði af sér embætti sem landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.
Mike Johanns sagði af sér embætti sem landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.

Mike Johanns landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur hætt störfum eftir næstum þrjú ár í embætti. Johanns býður sig fram til öldungadeildarþings í Nebraska, þar sem hann naut vinsælda sem ríkisstjóri tvö kjörtímabil. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti ákvörðun Johanns í dag, en hann er sá síðasti í röð háttsettra embættismanna í stjórn Bush að láta af embætti.

Áður höfðu Alberto Gonzales ríkissaksóknari og Karl Rove stjórnmálaráðgjafi forsetans til langs tíma, hætt í embætti.

Búist er við að Johanns tilkynni framboð sitt strax á mánudag. Hann býður sig fram til sætis Chuck Hagel sem sat á þinginu í tvö kjörtímabil. Fréttaskýrendur segja að Johanns gæti orðið fremstur í röð frambjóðenda Repúblíkanaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×